Körfuknattleikssambandið hefur gefið út leikjadagskrá sína fyrir átta liða úrslitin í Dominos-deild karla en úrslitakeppnin hefst á fimmtudaginn kemur. Það er einnig orðið ljóst hvaða þrjá fyrstu leiki Stöð 2 Sport sýnir frá úrslitakeppninni í ár.
↧
Fyrstu þrír Stöð 2 Sport leikirnir klárir
↧
Chynna Brown ekki með Snæfelli í kvöld
Chynna Unique Brown og Hugrún Eva Valdimarsdóttir verða ekki með Snæfelli í kvöld þegar liðið mætir Val í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells.
↧
↧
Helga Margrét í hópi Snæfells
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona, er í leikmannahópi Snæfells sem mætir Val í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna.
↧
Haukar í 2-0 forystu eftir frábæran seinni hálfleik
Haukar eru komnir í lykilstöðu í undanúrslitarimmu sinni gegn Keflavík í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Haukar unnu öruggan sextán stiga sigur, 81-65.
↧
Umfjöllun, viðtöl og tölfræði: Valur - Snæfell 78-66 | Valskonur jafna einvígið
Valur vann flottan sigur 78-66 í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna í kvöld. Þetta var annar leikur liðanna í undanúrslitum en deildarmeistarar Snæfells unnu fyrri leikinn og staðan því 1-1 í einvíginu. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki.
↧
↧
Þrennuveturinn mikli
Leikmenn Dominos-deildar karla settu glæsilegt met yfir flestar þrennur á einu tímabili í úrvalsdeildinni og þrír íslenskir leikmenn komust inn á topplistann yfir þá sem hafa náð flestum þrennum á einu tímabili.
↧
NBA: 21. tapið í röð hjá 76ers - sigurganga Clippers á enda
Philadelphia 76ers liðið tapaði sínum 21. leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og settu með því óvinsælt félagsmet. Ellefu leikja sigurganga Los Angeles Clippers er á enda og Oklahoma City Thunder vann Chicago Bulls.
↧
Einar Árni fer ekki frá Njarðvík
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, er á sínu síðasta tímabili með liðið en hann er ekki á leiðinni úr Njarðvík þrátt fyrir að hætta með meistaraflokkinn.
↧
Jordan: Phil Jackson mun standa sig hjá Knicks
Sigursælasti þjálfari sögunnar í NBA tekur við starfi forseta hjá sínu gamla félagi í dag.
↧
↧
KR-ingar hirtu öll verðlaunin | Finnur og Pavel bestir
Deildarmeistarar KR áttu besta leikmanninn, besta þjálfarann og dugnaðarforkinn í seinni hluta Dominos-deildar karla í körfubolta.
↧
Noah: Durant er sá besti í heimi í dag
Flestir eru á því að baráttan um hver verði kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta standi á milli þeirra LeBron James og Kevin Durant. James hefur unnið verðlaunin undanfarin tvö ár en fær nú harðari samkeppni en oft áður.
↧
Sigurganga drekanna stöðvuð
Sundsvall Dragons tapaði fyrir Uppsala á útivelli, 72-65, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.
↧
Pálmi Þór hættir með Skallagrím
Pálmi Þór Sævarsson er hættur sem þjálfari Skallagríms en það var tilkynnt á heimasíðu félagsins í kvöld.
↧
↧
Sveinbjörn tuttugu stiga kóngur vetrarins
40 íslenskir körfuboltamenn náðu tuttugu stiga leik í Dominos-deild karla á þessu tímabili
↧
NBA: LeBron með 43 stig á móti gamla liðinu sínu
LeBron James bauð upp á skotsýningu í fyrsta leikhluta þegar Miami Heat vann nauman sigur á hans gömlu félögum í Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.
↧
Maggi Gun: Þetta Keflavíkurlið fer alla leið
Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflvíkinga, hefur mikla trú á sínu liði í úrslitakeppni Dominos-deildar karla þrátt fyrir erfiðan endakafla í deildarkeppninni. Magnús er í viðtali á heimasíðu Keflavíkur.
↧
Tímabilið líklega búið hjá Brown
Deildarmeistarar Snæfells verða líklega án hinnar bandarísku Chynnu Brown, sem meiddist strax í fyrsta leik úrslitakeppninnar, þegar liðið mætir Val í þriðja leik undanúrslitarimmu liðanna klukkan 19.15 í kvöld.
↧
↧
Pedersen: Mun bæta aðeins við sóknarleik Íslands
Nýr landsliðsþjálfari karla í körfubolta ræddi við íslenska sambandið á Skype og fékk góð meðmæli frá kollegum sínum í Danmörku.
↧
Hannes fékk risaávísun frá Dominos
Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domions Pizza á Íslandi, kom færandi hendi á kynningarfundi fyrir úrslitakeppni Dominos-deildar karla í gær og afhenti Hannesi S. Jónssyni, formanni KKÍ ávísun upp á eina milljón króna.
↧
Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann
Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67.
↧