Magnús Gunnarsson, fyrirliði Keflvíkinga, verður til taks á bekknum í kvöld í leik Keflavíkur og Snæfells þó svo hann sé puttabrotinn. Magnús gat ekki spilað síðasta leik Keflavíkurliðsins er Keflavík tapaði óvænt gegn Skallagrími. Hans var sárt saknað.
↧