Njarðvíkurkonur enduðu sex leikja taphrinu sína í Dominos-deild kvenna í körfubolta með dramatískum 87-85 endurkomusigri á móti botnliði Fjölnis. Fjölnir náði mest 20 stiga forskoti í leiknum og var fimmtán stigum yfir í hálfleik, 44-29.
↧