Snæfellskonur tryggðu sér í gær sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna og mæta þar Keflavíkurkonum sem sópuðu út Haukum tveimur dögum áður. Þetta eru tvö efstu liðin í deildinni og framundan er spennandi úrslitaeinvígi.
↧