Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza unnu langþráðan sigur í spænska körfuboltanum í dag þegar liðið fór illa með Blusens Monbus á heimavelli. Zaragoza var með örugga forystu frá upphafi leiks og vann á endanum með 18 stigum, 76-58.
↧